Trölladyngja (Reykjanesskaga)

eldfjall á Suðurnesjum

Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (398 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Þær líkjast ekki gosdyngjum þrátt fyrir nöfnin og eru það heldur ekki, en hafa myndast við gos undir jökli fyrir lok ísaldar.

Trölladyngja
Fíflavallafjall, Grænadyngja, Trölladyngja
Hæð378 metri
FjallgarðurKrýsuvík
LandÍsland
SveitarfélagGrindavíkurbær
Map
Hnit63°55′59″N 22°05′59″V / 63.9331°N 22.0997°V / 63.9331; -22.0997
breyta upplýsingum

Suðurhlíðar fjallanna þykja mjög litskrúðugar og er þar háhitasvæði, Sogin. Báðar Dyngjurnar þykja athyglisverðar jarðfræðilega séð og eru þær mjög vinsælar til uppgöngu, enda er mjög auðvelt að ganga á þær. Trölladyngja er þó nokkuð klettótt að ofan. Af Dyngjunum er mjög gott útsýni.

Á Trölladyngjusvæðinu hafa verið boraðar tilraunaborholur. Áform voru um að virkja jarðhitann þar en boranir gáfu ekki nógu góðan árangur.

Eldvirkni

breyta

Gos urðu áður fyrr á gossprungu sem skerst gegnum Trölladyngju á Reykjanesi og talið að gos þar hafi verið tíð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og fram undir siðaskipti. Hið eina hraun, sem nokkuð kveður að og auðséð er að þaðan hefur runnið síðan á landnámstíð er Afstapahraun; áður hafa þó líklega komið þaðan mörg og mikil gos. Í fjöllunum í kring, bæði í Mávahlíð og Núphlíðarhálsi, hefur og eflaust gosið síðan land byggðist.