Tombóla er hlutavelta, oftast smá í sniðum og er oftast til styrktar einhverri góðgerðarstofnun. Hlutaveltan fer þannig fram að hlutir eru merktir og miðar með sömu tölum settir í ílát ásamt núllmiðum. Að fá að draga miða kostar svo vissan pening, og annaðtveggja fær maður ekkert eða þann hlut sem er merktur sömu tölu og dregin var. Á Íslandi má oft sjá börn halda tombólu fyrir utan verslanir og eru þá oft að safna fyrir stofnanir eins og t.d. Rauða krossinn.

Þegar tómbóla kom fyrst til Íslands, á sjöunda áratug 19. aldar útskýrði tímaritið Þjóðólfur tombólu þannig: Tombólan er lukkuspil, vissir munir eru merktir tölum, og þær tölur aftur skrifaðar á miða; síðan eru miðarnir saman brotnir, og þeim blandað saman við óskrifaða miða. Síðan er allt látið í holar hjólöskjur með litlu rennuloki á, og þeim snúið alveg eins og hverfisteini, í milli þess sem menn draga miðana. Sá sem fær tóman miða, fær ekkert, en borgar þó fyrir að draga, t.d. 30 aura, en sá sem dregur tölu, hann fær þann hlut á tombóluborðinu, sem hefur sömu tölu og miðinn. Má þá nærri geta, að meðan t.d. sá fyrsti fær ekkert, dregur annar íleppa, þriðji þráðarspotta, fjórða kóngsdóttur o.s.frv.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.