Tjöruhúsið (veitingastaður)

Tjöruhúsið er íslenskur sjávarréttastaður á Ísafirði, staðsettur í samnefndu húsi í Neðstakaupstað. Hann var upphaflega starfræktur sem kaffihús yfir sumarmánuðina. Árið 2004 tók Magnús Hauksson við rekstrinum og fór fljótlega að bjóða upp á sjávarréttamatseðil og lengdi opnunartímann frá páskum fram í október.