Tilnefndur eftirmaður

Tilnefndur eftirmaður (Designated Survivor) er einstaklingur í erfðaröð Bandaríska forsetaembættisins sem er fjarverandi á viðburðum á borð við innsetningarathöfn forsetans og þegar forsetinn heldur ræðu fyrir báðum þingdeildum (State of the Union). Umræddur einstaklingur dvelur á leynilegum stað á meðan viðburðinum stendur og þarf að vera reiðubúinn að taka við embætti forseta Bandaríkjanna ef gerð er árás á Bandaríkin á meðan viðburðinum stendur.

Fyrstur í erfðaröð forsetaembættisins er Varaforseti Bandaríkjana, síðan kemur forseti Fulltrúadeildar og forseti Öldungadeildar og að lokum koma ráðherrar í þeirri röð sem embættið þeirra var stofnað. Til að koma til greina sem tilnefndur eftirmaður þarf einstaklingur að uppfylla öll skilyrði um kjörgengi til forseta, það er hafa náð 35 ára aldri, vera fæddur í Bandaríkjunum og hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár.

Báðar þingdeildir Bandaríkjaþings útnefna einnig sitthvorn einstaklinginn til þess að vera fjarverandi og eru þeir einstaklingar tilnefndir eftirmenn fyrir hönd þingsins.

Sjónvarpsþættirnir Designated Survivor eru byggðir á þessu fyrirbæri en í þáttunum leikur Kiefer Sutherland einstakling sem var falið þetta hlutverk eitt kvöld og varð skyndilega að forseta Bandaríkjanna.

Í raunveruleikanum hefur sem betur fer aldrei reynt á þetta fyrirbæri.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.