The Elder Scrolls V: Skyrim
The Elder Scrolls V: Skyrim er hasar-, ævintýra- og hlutverkaleikur (RPG) þróaður af Bethesda Game Studios og gefinn út af Bethesda Softworks. Leikurinn er hluti af Elder Scrolls leikjafllokknum og var fyrst gefinn út árið 2011. Hann kemur á eftir leiknum The Elder Scrolls IV: Oblivion sem gefinn var út árið 2006. Leikurinn Skyrim gerist 200 árum eftir Oblivion og er sögusviðið héraðið Skyrim sem er nyrsta hérað í heimsálfunni Tamriel í heiminum Nirn. Landið Skyrim er með norrænu (skandínavísku) landslagi. Aðalsöguþráður leiksins er að leikmaður sem er Dragonborn þarf að sigra drekann Alduin en því hefur verið spáð að sá dreki muni tortíma heiminum. Spilari getur spilað söguna miðað við aðalsöguþráðinn eða reikað um opinn leikheim og hunsað eða frestað aðalsöguþræðinum að vild. Þrjár viðbætur (DLC) Dawnguard, Hearthfire og Dragonborn komu út árið 2013 og árið 2016 kom út endurgerð útgáfa The Elder Scrolls V: Skyrim - Special Edition þar sem þessar viðbætur voru innifelldar í leikinn og einnig var myndræn uppsetning uppfærð. Leikmaður getur reikað um landið Skyrim en í því eru óbyggð víðerni, dýflissur, hellar, borgir, bæir, vígi og þorp. Leikmaður kemst hraðar um heiminn á hestbaki og með því kaupa far með hestvögnum eða nota hraðferðakerfi til að fara um Skyrim.
Spilari velur kyn og kynþátt og útlit leikmanns síns í upphafi leiks en í leiknum eru 10 kynþættir. Leikmaður hefur þrjá megineiginleika sem eru heilsa, þol (hve mikinn skaða hann þolir án þess að deyja) og galdrakraftur. Færni leikmanns skiptist í 18 þætti og hefur hver þáttur sína reynslustiku sem hækkst þegar reynsla eykst í leiknum þegar leikmaður gerir eitthvað á sviði sem tengist færninni. Til dæmis ef leikmaður býr til rýting þá eykst færni í málmsmíði (smithing) og ef leikmaður gerir við boga þá eykst færni í bogfimi (archery). Þegar færnistika fyllist eykst færni á viðkomandi sviði og færnistikan verður endurstillt.
Fjöldi NPC persóna (persónur sem ekki eru leikmenn) eru í leikheiminum og getur spilari haft ýmis samskipti við þær.