The Angry Birds Movie
The Angry Birds Movie (enska: The Angry Birds Movie) er finnsk-bandarísk-kvikmynd frá árinu 2016, framleidd af Columbia Pictures og Rovio Animation og útgefin af Sony. Henni var leikstýrt af Clay Kaytis og Fergal Reilly. Myndin gerist í heimi fugla sem hafa mannlega eiginleika og er byggð á samnefndum tölvuleik. Hún fjallar um fuglinn Rauð sem er settur í skapofsameðferð eftir að hafa eyðilagt afmælisveislu. Skömmu seinna sigla svín til eyju fuglanna sem kemur Rauð ásamt vinum sínum, Togga og Bomba, í mikil ævintýri.