Thórstína Jackson Walters

bandarískur rithöfundur af íslenskum ættum

Thórstína Jackson Walters (Þórstína Sigríður Þorleifsdóttir) (27. júlí 1891 - 2. febrúar 1959) var bandarískur rithöfundur af íslenskum ættum. Hún fæddist í Íslendingabyggð í Norður-Dakota. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jóakimsson Jackson sagnfræðingur og Guðrún Jónsdóttir Jackson ljósmóðir. Thórstína stundaði nám við Wesley college og var um skeið kennari í Winnipeg. Hún skrifaði m.a. bækurnar Saga Íslendinga í Norður Dakota árið 1926, og The Story of the Icelanders in North America árið 1953. Thórstína var gift listmálaranum Emile Walters.

Heimildir

breyta