Tetrastichus planipennisi

Tetrastichus planipennisi er sníkjuvespa af ættinni Eulophidae sem er ættuð frá Norður-Asíu. Hún sníkir á skartbjöllunni Agrilus planipennis Fairmaire, sem er ágeng tegund og meindýr á eskitrjám í Evrópu og Norður-Ameríku.[2]

Tetrastichus planipennisi

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Ætt: Eulophidae
Ættkvísl: Tetrastichus
Tegund:
T. planipennisi

Tvínefni
Tetrastichus planipennisi
Yang, 2006[1]

Lífsferill

breyta

Tetrastichus planipennisi sníkja á bjöllunni með því að bora varpbroddinum í gegn um börk trjánna og í lirfurnar og skilja eggin þar eftir. Lirfur sníkjuvespunnar nærast og þroskast í lirfu bjöllunnar og valda dauða hennar. Tetrastichus er með að minnsta kosti fjórar kynslóðir á ári og hver bjöllulirfa getur fætt að 127 lirfur af Tetrastichus. Tetrastichus planipennisi lifa af veturinn ýmist sem lirfur í hýslinum eða í göngum lirfunnar undir berki asktrjánna.[2][3][4]

Tilvísanir

breyta
  1. Yang, Z.-qi; J. S. Strazanac; Y.-X. Yao; X.-Y. Wang (2006). „A new species of emerald ash borer parasitoid from China belonging to the genus Tetrastichus Haliday (Hymneoptera: Eulophidae)“. Proceedings of the Entomological Society of Washington. 108 (3): 550–558.
  2. 2,0 2,1 Gould, Juli; Bauer, Leah, „Biological Control of Emerald Ash Borer (Agrilus planipennis)“ (PDF), Animal and Plant Health Inspection Service (APHIS), United States Department of Agriculture, afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 10 janúar 2011, sótt 28. apríl 2011
  3. „Biocontrol: Fungus and Wasps Released to Control Emerald Ash Borer“. Science News. ScienceDaily. 26. apríl 2011. Sótt 27. apríl 2011.
  4. Bauer, L.S.; Liu, H-P; Miller, D.; Gould, J. (2008). „Developing a classical biological control program for Agrilus planipennis (Coleoptera: Buprestidae), an invasive ash pest in North America“ (PDF). Newsletter of the Michigan Entomological Society. 53 (3&4): 38–39. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4 október 2011. Sótt 29. apríl 2011.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.