Terra Nova
Terra Nova er íslensk ferðaskrifstofa sem annast bæði ferðir erlendra ferðamanna til Íslands og utanlandsferðir fyrir Íslendinga.
Fyrirtækið hét upphaflega Ferðamiðstöð Austurlands og var stofnað 1978 á Egilsstöðum sem umboðsskrifstofa fyrir Flugleiðir og þjónustuaðili við erlenda ferðamenn, fyrst og fremst frá Frakklandi. Stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins frá upphafi er franska ferðaskrifstofan Nouvelles Frontieres, nú TUI. Árið 1995 tók fyrirtækið við söluumboði fyrir þýska flugfélagið LTU. Árið 1997 flutti Ferðamistöð Austurlands höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og tveimur árum síðar var nafni ferðaskrifstofunnar breytt í Terra Nova.
Árið 2002 sameinuðust Terra Nova og ferðaskrifstofan Sól og úr varð ein af stærstu ferðaskrifstofum landsins. Í lok árs 2003 eignaðist svo ferðaskrifstofan Heimsferðir meirhluta í félaginu. Nú er Terra Nova annar stærsti innflytjandi erlendra ferðamanna til Íslands auk þess að bjóða utanlandsferðir til fjölda áfangastaða í Evrópu.
Íslenska flugfélagið Primera Air annast leiguflug fyrir Terra Nova á Íslandi og önnur dótturfyrirtæki Heimsferða í Skandinavíu og á Írlandi. Það er í eigu Primera Travel Group sem er móðurfélag Terra Nova. Innan Primera Travel Group eru einnig Heimsferðir auk ferðaskrifstofanna Solresor í Svíþjóð, Bravo Tours í Danmörku, Solia í Noregi, Matkavekka og Lomamatkaat í Finnlandi og Budget Travel á Írlandi.
Tenglar
breyta- Vefur Terra Nova
- Vefur Terra Nova - incoming
- Vefur Primera Air Geymt 1 janúar 2009 í Wayback Machine