Tempest
Tempest er tveggja manna, 22 feta langur kjölbátur hannaður af breska bátahönnuðinum Ian Proctor árið 1964 að frumkvæði Alþjóða siglingasambandsins. Báturinn var ólympíubátur 1972 og 1976 þegar hann tók við af Star sem tvímenningskjölbátur. Árið 1980 var Star aftur tekinn inn og Tempest datt út.
Tempest er búinn stórsegli, fokku og belgsegli. Hann er með masturstaug fyrir einn.