Taugafruma
(Endurbeint frá Taugungur)
Taugafrumur (eða taugungar) eru þær frumur taugakerfisins sem flytja taugaboð. Aðalhlutar taugafrumu eru þrír: griplur, taugabolur og taugasími.
Taugaboð
breytaGriplur taugafrumu taka við boðum frá öðrum taugafrumum. Slík boð geta verið bæði örvandi og hamlandi. Ef fruman nær örvunarþröskuldi verður svokölluð boðspenna í frumunni, það er rafboð berast niður eftir símanum að taugaendum hennar. Í taugaendunum eru svokallaðar símahirslur sem innihalda taugaboðefni. Við rafboðin springa símahirslurnar og taugaboðefnin berast á næstu taugamót, það er þar sem taugafruman mætir annarri taugafrumu. Þessi taugaboðefni geta svo annað hvort hamlað eða örvað seinni frumuna, allt eftir gerð taugaviðtaka þeirra.