Tatarar - Gljúfurbarn

Gljúfurbarn eða SG-550 er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytja Tatarar tvö lög.

Bréfið hennar Stínu
Bakhlið
SG - 550
FlytjandiTatarar
Gefin út1970
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti breyta

  1. „Gljúfurbarn“ - Lag - texti: Tatarar
  2. „Fimmta boðorðið“ - Lag - texti: Tatarar

Textabrot af bakhlið plötuumslags breyta

 
Þegar Tatarar sendu frá sér sína fyrstu hljómplötu haustið 1969 voru þeir óþekkt hljómsveit. Engu að síður vakti hljómplata þeirra athygli og þá ef til vill mest fyrir það, að Tatarar fara ekki troðnar slóðir. Hljómlist þeirra fellur ekki undir þá dægurlaga-pop tónlist, sem vinsælust hefur verið meðal unga fólksins á Íslandi síðustu árin.

Á þessari nýju hljómplötu Tatara hverfa þeir síður en svo frá tónlistarstefnu sinni, ganga jafnvel enn lengra en áður og hljóta þessi tvö lög Tatara að teljast með því nýstárlegasta, sem íslenzk hljómsveit hefur gert á hljómplötu. Lögin og textarnir eru unnin í samvinnu allra hljómsveitarmeðlimanna, svo og að sjálfsögðu útsetningar, hljóðfæraleikur og söngur. Þess ber þó að geta, að í laginu Fimmta boðorðið njóta þeir aðstoðar ellefu ára telpu að nafni Valgerður Jónsdóttir, svo og þriggja hornleikara úr Svaninum, þeirra Eyjólfs Bjarnasonar, Halldórs Sigurðssonar og Lárusar Sighvatssonar. Þó að Tatarar fari ekki troðnar slóðir, eins og fyrr hefur verið minnst á, og skeri sig fyrir bragðið frá öðrum íslenzkum hljómsveitum, þá er tónlist Tatara líklega sú tónlist, sem koma skal. Tónlist af þessu tagi nýtur mikilla vinsælda erlendis og er fyrir tilstilli erlendra hljómplatna (og þá væntanlega Tatara) að festa rætur hér á landi. Tatarar eru þeir Jón Ólafsson, sem leikur á bassa og syngur, Magnús Magnússon, sem leikur á trommur, Þorsteinn Hauksson, sem leikur á orgel og píanó og Gestur Guðnason, hinn nýi meðlimur hljómsveitarinnar, sem leikur á gítar.