Tatarar - Dimmar rósir

Dimmar rósir er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytur hljómsveitin Tatarar tvö lög. Hljóðritun plötunnar gerði Ríkisútvarpið og sá Pétur Steingrímsson um upptöku. Ljósmyndir á framhlið og í miðopnu tók Óli Páll Kristjánsson. Aðrar ljósmyndir tók Ólafur H. Torfason.

Dimmar rósir
Forsíða Tatarar - Dimmar rósir

Bakhlið Tatarar - Dimmar rósir
Bakhlið

Gerð SG - 541
Flytjandi Tatarar
Gefin út 1969
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Pétur Steingrímsson

LagalistiBreyta

  1. Dimmar rósir - Lag - texti: Árni Blandon - Magnús Magnússon - Hljóðdæmi 
  2. Sandkastalar - Lag - texti: Erlent - M

Dimmar rósirBreyta

Dimmar rósir eru minning þín.
Heitar nætur eru þú og ég. Bjartir
dagar eru brosið þitt, örfá tár, ég
græt þig ástin mín.
Ef ég fæ að sjá þig aftur lífið breytir lit. Ef þú
kemur til mín aftur ég mun tigna þig.
Minning þín þá mun bera fögur blóm.
Brosið þitt þá táknar bjartan dag. Þú og
ég þá eigum heitar nætur, gleðibros — ég
fæ þig ástin min.
Ó, mig langar til að lifa,
langar til að finna þig.
Ó. mitt líf mun ætíð verða einlæg bið.
Því ég veit svo vel þú kcmur ei,
veit svo vel að þú horfin ert,
veit svo vel að líf mitt er einskisvert.
Dimmar rósir eru minning þín.
Heitar nœtur eru þú og ég. Bjartir
dagar eru brosið þitt, örfá tár, ég
græt þig ástin mín.

Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 
Fleiri íslenzkar hljómsveitir hafa sent frá sér sína fyrstu hljómplötu á þessu ári en á síðustu 3—4 árum til samans. Það er jafnvel orðið þannig, að ný plata með nýrri hljómsveit er hætt að vekja athygli. Það er hinsvegar álit SG-hljómplatna, að Tatarar sé hljómsveitin, sem tekið verður eftir. Tatarar léku opinberlega á örfáum dansleikjum árið 1968 og hafa ekki komið fram opinberlega nema 5—6 sinnum það sem af er þessu ári. Engu að síður hafa þeir æft af miklu kappi og þá sérstaklega í sumar. Þessi tvö lög þeirra á þessari hljómplötu eru árangur þeirra æfinga. Hér kemur því sem næst óþekkt hljómsveit á hljómplötu og gerir ekki aðeins betur en allar aðrar hljómsveitir á sinni byrjendaplötu, heldur hlýtur þessi hljómplata að teljast með því merkasta, sem gert hefur verið á íslenzkri hljómplötu um langt skeið. Lagið Sandkastalar er erlent en með íslenzkum texta eftir íslenzkt ljóðskáld, sem kallar sig einfaldlega „m" á plötunni. Hitt lagið, Dimmar rósir, sem er eftir gítarleikara Tatara, Árna Blandon, er margslungið og koma fram á því æ fleiri skemmtilegar hliðar eftir því sem það heyrist oftar. Textinn er eftir trommuleikara Tatara, Magnús Magnússon.

Það leika ekki aðrir á þessari hljómplötu en Tatarar, engir aukamenn, engar fiðlur eða lúðrar. Því Tatarar standa fyrir sínu. Tatarar eru hiklaust hljómsveitin sem koma skal. Tatarar eru hljómsveitin, sem tekið verður eftir.