Tartus
Tartus (arabíska: طرطوس) er borg á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Hún er önnur stærsta hafnarborg landsins, á eftir Latakíu. Íbúar voru um 115 þúsund árið 2004. Borgin er höfuðstaður Tartushéraðs. Borgin er vinsæll sumardvalarstaður. Þar er líka lítil rússnesk flotastöð.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tartus.