Tannhirða
(Endurbeint frá Tannbursti)
Tannhirða er aðferð til að hreinsa og viðhalda tönnum og koma í veg fyrir tannátu, sýkingar í munnholi og andremmur. Tannburstun með tannbursta og tannkremi er mikilvægasta aðferðin við tannhirðu, en tannlæknar mæla einnig mjög með notkun tannþráðs. Tannstönglar og munnskol er einnig talsvert notað, en þau hreinsa ekki jafn vel og tannþráður og tannbursti. Einkaleyfi var fyrst veitt fyrir tannbursta í Bandaríkjunum 1880, en þeir urðu fyrst algengir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Fyrsti rafmagnstannburstinn var hannaður 1939, en varð ekki almenningseign fyrr en eftir 1960.