Regnfang
(Endurbeint frá Tanacetum vulgare)
Regnfang (fræðiheiti: Tanacetum vulgare) er ilmjurt af körfublómaætt. Regnfang er harðgerð jurt og lifir jafnvel áratugum saman í afræktum görðum eyðibýla og er jafnan hin gróskulegasta. Regnfang hefur einnig verið nefnt rænfang, reinfáni, daggarsmali, leiðabuski og ormagras á íslensku. Oftast er það afbrigðið með hrokknum blöðum sem er í íslenskum görðum. Regnfang hefur veríð ræktað í Evrópu síðan á tímum Karlamagnúsar,[1] og taldi hann regnfangið eina af 90 tegundum sem klaustrin ættu að rækta.
Regnfang | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Tanacetum vulgare L. |
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Gassmann, A (7. janúar 2022). „Tanacetum vulgare (tansy)“. CABI Compendium (enska). CABI Compendium: 13366. doi:10.1079/cabicompendium.13366. ISSN 2958-3969.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Regnfang.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Tanacetum vulgare.