Taílenskt letur
Taílenskt letur (tælenska: อักษรไทย, àksǒn thai), einnig kallað taílenska stafrófið, er notað til þess að skrifa taílensku og önnur minni tungumál í Taílandi. Tungumálið er ein abúgída sem hefur að geyma 44 samhljóða (พยัญชนะ, phayanchaná), 15 sérhljóða tákn (สระ, sàrà) sem sameina yfir 28 sérhljóða og loks eru fjórar tón-áherslur (วรรณยุกต์ eða วรรณยุต, wannayúk eða wannayút).
Saga
breytaTaílenska stafrófið á rætur sínar að rekja til hinnar fornu Khmer-leturgerðar (อักขระเขมร, akchara khamen), og flokkast hún undir suðrænan Brahmic rithátt sem kallast Vatteluttu.
Staffræði
breytaTaílenskir stafir mynda ekki há- og lágstafi líkt og í latneska stafrófinu, bil milli orða eru ekki notuð, nema í undartekningartilvikum. Stutt stopp í setningum eru merkt með kommu og löng með punkti, þó eru þau oft gefin til kynna með auðu svæði.