Karlakór Dalvíkur (plata)

(Endurbeint frá T 14)

Karlakór Dalvíkur er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1975. Á henni flytur Karlakór Dalvíkur tólf kórlög. Söngstjóri: Gestur Hjörleifsson. Undirleikari: Guðmundur Jóhannsson. Upptaka í stereó: Tónaútgáfan. Pressun: Soundtek Inc. Ljósmynd: Ingólfur Lillendahl. Prentun: Valprent hf. Akureyri.

Karlakór Dalvíkur
Bakhlið
T 14
FlytjandiKarlakór Dalvíkur
Gefin út1975
StefnaKórlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti

breyta
  1. Svarfaðardalur - Lag - Texti: Pálmar Þ. Eyjólfsson - Hugrún
  2. Í víking - Lag - Texti: Jón Laxdal - Guðmundur Guðmundsson - Einsöngur: Helgi Indriðason
  3. Sól vermir jörðina - Lag - Texti: James L. Molly - Björn Daníelsson
  4. Vorið kemur - Lag - Texti: Sigurður Sigurjónsson - Halldóra B. Björnsson - Einsöngur: Jóhann Daníelsson
  5. Vögguljóð - Lag - Texti: J. A Ahlström - Viktor A. Guðlaugsson
  6. Yfir sveitum - Lag - Texti: W. A. Mozart - Páll Jónsson
  7. Sefur Sól - Lag - Texti: Sigfús Einarsson - Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
  8. Þín hvíta mynd - Lag - Texti: Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson - Einsöngur:Halla Jónasdóttir
  9. Kór prestanna - Lag - Texti: W.A. Mozart - Jakob Jóhannesson Smári
  10. En syngur vornóttin - Lag - Texti: Schrader - Tómas Guðmundsson - Einsöngur: Jóhann Daníelsson
  11. Björt nótt - Lag - Texti: Jón Björnsson - Davíð Stefánsson
  12. Góða veislu gjöra skal - Lag - Texti: Íslenzkt þjóðlag - Einsöngur: Helgi Indriðason
  13. Syrpa:Mærin frá Spáni - Lag - Texti: Vincenzo Di. Chiara - Óttar Einarsson.Þá var svo ljúft - Lag - Texti: Charles K. Harris - Höfundur ókunnur.Þig elska ég eina - Lag - Texti: Þýskt þjóðlag - Óttar Einarsson.Blikandi haf - Lag - Texti: Venetian melody - Þýtt Friðjón Þórðarson
  14. Mansöngur - Lag - Texti: May H. Brahe - Höfundur ókunnur

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Svarfaðardalur er heiti þessarar fyrstu plötu, er Karlakór Dalvíkur gefur út. Nafnið er ekki aðeins táknrænt vegna titilslags plötunnar, heldur og vegna þess að félagar í kórnum eru bæði frá Dalvík og Svarfaðardal.

Söng og tónlistarlif í Svarfaðardal og á Dalvík á sér langa sögu. Hafa þar starfað bæði blandaðir kórar og karlakórar og margir ágætir söngstjórar unnið þar mikið starf. Árið 1952 stofnuðu nokkrir áhugamenn Söngfélagið "Sindra". Starfaði það í nokkur ár undir stjórn Stefáns Bjarmans. Þá tekur Gestur Hjörleifsson við söngstjórn og hefur kórinn notið hans ágætu starfskrafta fram til þessa, en undirleik hefur aðallega annast Guðmundur Jóhannsson. Ingibjörg Steingrímsdóttir annaðist undirleik í nokkur ár og sá hún jafnframt um raddþjálfun. Árið 1960 var nafni Söngfélgsins breytt og heitir það síðan Karlakór Dalvíkur.

 
 
NN