Tækniháskóli München

(Endurbeint frá TUM)

Tækniháskólinn í München (Technische Universität München, TUM, TU München) er eini tækniháskólinnn í Bæjaralandi. Hann er einn af stærstu tækniháskólunum í Þýskalandi og telst til virtustu háskóla Þýskalands. TUM var stofnaður 1868 fyrir tilskipan Lúðvíks II. þáverandi konungs Bæjaralands.

Tækniháskóli München
Merki skólans
Stofnaður: 1868
Gerð: Ríkisháskóli
Rektor: Thomas Hofmann
Nemendafjöldi: 21.500 (2006)
Staðsetning: München, Þýskaland
Vefsíða

Aðalbygging TUM er í miðborg München, en þó nokkrar deildir skólans eru staðsettar í Garching (í útjaðri borgarinnar) og Freising (einnig í útjaðri borgarinnar).

München

  • Arkitekt (Architektur)
  • Byggingarverkfræði- og mælifræðideild (Bauingenieur- und Vermessungswesen)
  • Rafmagnsverkfræði- og upplýsingafræðideild (Elektrotechnik und Informationstechnik)
  • Viðskipta- og hagfræðideild (Wirtschaftswissenschaften)
  • Læknisfræði (Medizin)
  • Íþróttafræði (Sportwissenschaft)

Garching

  • Efnafræðideild (Chemie)
  • Tölvunarfræðideild (Informatik)
  • Stærðfræðideild (Mathematik)
  • Vélaverkfræðideild (Maschinenwesen)
  • Eðlisfræðideild (Physik)

Freising (Weihenstephan)

  • Næringarfræði-, Landnýtingar- og Umhverfisdeild (Ernährung, Landnutzung und Umwelt)

Samanburður við aðra háskóla

breyta

Innan Þýskalands

Árið 2007 var Tækniháskólinn í München talinn virtasti háskóli Þýskalands samkvæmt hinni árlegu FOCUS könnun [1].

Á heimsvísu

Samkvæmt Shanghai Jiao Tong Annual League-Ranking er Tækniháskólinn í München[2]:

Ár Röð Á meðal þýskra háskóla
2004 45. 1.
2005 52. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)
2006 54. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)
2007 56. 2. (á eftir Ludwig-Maximilian háskólanum)

Skólagjöld

breyta

Frá og með sumarönninni 2007 hafa skólagjöld við Tækniháskólann í München verið 592 evrur á önn.

Tilvísanir

breyta
  1. FOCUS-Ranking þýskra háskóla
  2. „Shanghai-Ranking 2007“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. ágúst 2007. Sótt 18. nóvember 2007.