TBE
TBE (tick-borne encephalitis), mítilborin heilabólga eða blóðmítlaheilabólga (mítlaheilabólga) er veiruheilabólga þar sem sýking berst með biti skógarmítla (ixodes ricinus). Mítlaheilabólga er af völdum flavivírus sem er náskyldur veiru sem veldur gulusótt. Skógarmítlar bera með sér veiruna í munnvatni. Í Evrópu er talið að um 3000 tilvik af TBE komi upp árlega.
TBE veiran getur sýkt jórturdýr, fugla, nagdýr, rándýr, hesta og menn og getur smitast á milli tegunda og algengast er að menn smitist af jórturdýrum og hundum.
Tenglar
breyta- Mítilborin heilabólga Geymt 14 mars 2016 í Wayback Machine
- „Heilabólgur (TBE) og liðagigt (Lyme sjúkdómurinn) eftir bit skógarmítla“ Geymt 7 janúar 2015 í Wayback Machine eftir Vilhjálm Ara Arason á Eyjunni 10. maí 2013.