Tölvusneiðmynd

(Endurbeint frá Tölvusneiðmyndataka)

Tölvusneiðmyndataka (einnig þekkt sem CAT eða CT af enska heitinu computed axial tomography) er ein aðferð við sneiðmyndatöku. Myndirnar eru tvívíðar, en með því að vinna þær meira er hægt að búa til þrívíddarmynd af innvolsinu.

Sneiðmyndir af heilanum.
Gamalt tölvusneiðmyndatæki
Frumgerðin frá 1971

Tölvusneiðmyndatæknin er algengust í heilbrigðisgeiranum, en er líka notuð þar sem ekki má eða ekki er hægt að eyðileggja þann hlut (t.d. vélapartar og fleira í þeim dúr) sem þarf að skoða innvolsið að.

Fyrsta tölvusneiðmyndatækið sem var hæft til sölu var þróað af Godfrey Newbol Housfield í Hayes á Englandi hjá stofnun sem hét THORN EMI Central Research Laboratories. Housfield þróaði hugmyndina árið 1967 og tilkynnti um hana opinberlega árið 1972. Allan McLeod Cormack hjá Tufts-háskóla þróaði samskonar tækni og hann og Housfield deildu saman Nóbelsverðlaunum í læknisfræði árið 1979.

Með upprunalegu frumgerðinni frá 1971 tók um fimm mínútur að safna gögnum fyrir hverja mynd og um 2,5 klukkutíma þurfti til að vinna gögnin í tölvu. Fyrsta fullgerða CAT-tækið safnaði gögnum fyrir hverja mynd á um fjórum mínútum og tók um sjö mínútur að vinna gögnin. Myndirnar voru í frekar lítilli upplausn, 80 x 80 píxlar. Fyrsta tölvusneiðmyndatækið var sett upp í Atkinson Morley's-spítalanum í Wimbledon, Englandi og fyrsta myndatakan á sjúklingi var gerð með því árið 1972.

Þau tæki sem notuð eru í dag eru mikið breytt frá þeim tækjum sem komu fram fyrst, t.d. taka þau minna pláss og skemmri tíma þarf til að taka myndir.

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
  • „Computed tomography á ensku Wikipediu“. Sótt 31. júlí 2006.