Symbian
Symbian er stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, fyrir farsíma sem er nú í eigu fyrirtækisins Accenture. Upphaflega þróaði Symbian Ltd. stýrikerfið, sem er afkomandi EPOC stýrikerfsins frá Psion. Symbian keyrir aðeins á ARM-örgjörvum. Núverandi form stýrikerfsins er opið og var þróað af Symbian Foundation árið 2009, þegar það tók við af Symbian OS. Mörg farsímafyrirtæki notuðu Symbian í vörunum sínum, t.d. Samsung, Motorola, Sony Ericsson en mest allra Nokia. Það var vinsælasta farsímafyrirtækið til loka ársins 2010 þegar Android leysti því af hólmi.

Symbian á Nokia 6710
Árið 2011 tók Nokia upp Windows Phone í staðinn (sem er nú heldur ekki stutt) fyrir Symbian og útvistaði þróun og stuðningi stýrikerfisins til Accenture.