Svikulir kjörmenn eru kjörmenn sem greiða ekki atkvæði í samræmi við úrslit kosninga í ríki sínu þegar kjörmannaráðið kemur saman í kjölfar forsetakosninga í Bandaríkjunum. Hvert ríki setur sín lög um kjörmenn en venja er að sá frambjóðandi sem vinnur ríkið fái alla kjörmenn ríkisins óháð því hve miklu munar. Ætlast er til að kjörmenn greiði atkvæði í samræmi við úrslit kosninga en það hefur komið fyrir að kjörmenn greiði atkvæði í andstöðu við úrslit kosninga í ríki sínu.

Í langflestum tilvikum eru svikulir kjörmenn teljandi á fingrum annarrar handar en það hefur aldrei gerst að svikulir kjörmenn séu nógu margir til að snúa við úrslitum kosninga.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Can the Electoral College be subverted by "faithless electors"?“. Brookings (bandarísk enska). Sótt 26. nóvember 2024.