Sverris saga
Sverris saga er saga Sverris Sigurðssonar, en hann var færeyskur prestur sem sagðist vera sonur Sigurðar Noregskonungs. Hann hóf uppreisn í Noregi árið 1177, náði þar völdum og ætt hans stýrði síðan Noregi fram til 1387.
Sverrir var ræðuskörungur og herstjórnandi ágætur og virðist hann sjálfur hafa fengið þá hugmynd að láta setja sama sögu sína. Til þess fékk hann Karl Jónsson ábóta á Þingeyrum og virðist sagan einum þræði samin til að staðfesta tilkall Sverris til valda og skýra að hann sé konungur valinn af guði með mikla hæfileika og sonur konungs.