Inngangur

breyta
 
Fjallfari. Sveitablað sem gefið var út í Skagafirði í kringum 1900.

Sveitablöð (eða sveitarblöð) er heiti yfir blöð eða tímarit sem voru algeng á Íslandi á 19. öld og fram á 20. öld. Þetta voru handskrifuð blöð sem gengu á milli bæja. Oft voru það lestrarfélög eða ungmennafélög á svæðinu sem stóðu fyrir útgáfunni. Megintilgangurinn virðist hafa verið að efla félagslega virkni, skemmta og fræða lesendur og í sumum tilvikum að standa að einhvers konar umræðum um þau málefni sem helst brunnu á sveitungunum.[1]

Tegundir

breyta

Hrafnkell Lárusson hefur skipt sveitablöðunum í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum eru sveitablöð vettvangur tjáskipta. Áhersla var lögð á að fólk tæki þátt í blaðaskrifum og skoðanaskiptum, auk þess að „auka félagslega virkni“ lesenda. Í öðrum flokki eru blöð gefin út af félagi. Slík blöð áttu að þjóna hagsmunum félagsins en oft voru þó almenn málefni tekin fyrir. Í þriðja flokknum eru blöð sem birtu nær eingöngu einhvers konar afþreyingarefni og gerðu ekki ráð fyrir þáttöku lesanda í skrifum.[2]

Útbreiðsla

breyta

Það virðist vera nokkuð misjafnt eftir landssvæðum hvað hefur varðveist af sveitablöðum. Erfitt er að segja til um það hvort það í beinu samhengi við hversu mikið var gefið út af slíkum blöðum á hverju svæði fyrir sig en gæti þó verið vísbending um það.[3]

Mörg skjalasöfn á Íslandi geyma sveitablöð. Hér eru dæmi um nokkur:

Heiti sveitablaðs Skjalasafn Útgefandi Útgáfuár Hlekkur
Stígandi. Sveitablað í Blönduhlíð. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 1919-1925 http://atom.skagafjordur.is/index.php/stigandi-sveitabla[óvirkur tengill]
Stígandi. Sveitablað í Hólahreppi. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 1890-1891 http://atom.skagafjordur.is/index.php/sveitabla-i-stigandi-1890-1891 Geymt 24 október 2020 í Wayback Machine
Viðar. Sveitablað í Víkurhreppi Héraðsskjalasafn Skagfirðinga http://atom.skagafjordur.is/index.php/vi-ar-sveitabla[óvirkur tengill]
Fjallfari. Sveitablað í Sauðárhreppi Héraðsskjalasafn Skagfirðinga http://atom.skagafjordur.is/index.php/sveitablo Geymt 8 ágúst 2020 í Wayback Machine
Gaman og alvara Héraðsskjalasafn Skagfirðinga http://atom.skagafjordur.is/index.php/stefan-jonsson-skjalasafn[óvirkur tengill]
Hjarandi. Hjaltastöðum Héraðsskjalasafn Skagfirðinga http://atom.skagafjordur.is/index.php/hjarandi Geymt 28 nóvember 2020 í Wayback Machine
Máni Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Málfundarfélagið Von http://atom.skagafjordur.is/index.php/malfundafelagi-von-i-stiflu-sveitabla-i-mani Geymt 27 október 2020 í Wayback Machine
Smári Héraðsskjalasafn Skagfirðinga http://atom.skagafjordur.is/index.php/sveitablo-4[óvirkur tengill]
Viljinn Héraðsskjalasafn Skagfirðinga 1898-1922 http://atom.skagafjordur.is/index.php/sveitablo-3 Geymt 2 desember 2020 í Wayback Machine
Ökuþór Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu Málfundafélag Hvammstanga 1923-1927 http://atom.hunathing.is/index.php/oku-or-bok-1 Geymt 26 september 2020 í Wayback Machine
Ökuþór Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu Málfundafélag Hvammstanga 1931-1933 http://atom.hunathing.is/index.php/oku-or-bok-2 Geymt 24 september 2020 í Wayback Machine
Þröstur Héraðsskjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu Sjálfstæðisfélagið Fjölnir 1937-1942 http://atom.hunathing.is/index.php/rostur Geymt 26 september 2020 í Wayback Machine
Ingimundur gamli. Sveitablað í Áshreppi Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu Ungmennafélag Vatnsdælings 1916-1951
Ásar. Sveitablað í Torfalækjarhreppi Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu Ungmennafélagið Framtíðin 1919-1924
Víkingur. Sveitablað í Torfalækjarhreppi Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu 1919-1930
Víkingur. Sveitablað í Vindhælishreppi Héraðsskjalasafn Austur- Húnavatnssýslu 1934-1936
Vorboðinn. Sveitablað í Engihlíðarhreppi Héraðsskjalasafn Austur- Húnavatnssýslu 1916-1925
Sveitin. Sveitablað í Svínavatnshreppi Héraðsskjalasafn Austur- Húnavatnssýslu 1897-1911

1917-1921

Bragi. Sveitablað í Svínavatnshreppi Héraðsskjalasafn Austur- Húnavatnssýslu
Dagsbrún. Sveitablað í Svínavatnshreppi Héraðsskjalasafn Austur- Húnavatnssýslu

Tilvísanir

breyta
  1. Hrafnkell Lárusson: "Sveitarblöðin og erlend áhrif á íslenskt samfélagið", Ráðstefnurit. Sjöunda landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Héraðsnefnd Múlasýslna og Sagnfræðingafélags Íslands, Egilsstöðum, 2006. Bls. 75-81.
  2. Hrafnkell Lárusson: Í óræðri samtíð með óvissa framtíð. Íslensk sveitarblöð og samfélagsbreytingar um aldamótin 1900. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2006. Bls. 21-23.
  3. Hrafnkell Lárusson: Í óræðri samtíð með óvissa framtíð. Íslensk sveitarblöð og samfélagsbreytingar um aldamótin 1900. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2006. Bls. 25-27.