Sveinn Víkingur Grímsson
Sveinn Víkingur Grímsson, f. 17.01. 1896, d. 5.06. 1971, var íslenskur prestur, biskupsritari og rithöfundur.
Uppruni og ætt
breytaForeldrar Sveins Víkings voru Grímur Þórarinsson, f. 5.02. 1852, d. 30.04. 1905, bóndi á Garði í Kelduhverfi 1885 til 1904, og kona hans, Kristjana G. Kristjánsdóttir, f. 12.01. 1856, d. 6.12. 1911. Sveinn Víkingur var giftur Sigurveigu Gunnarsdóttur frá Skógum í Öxarfirði, f. 5.03. 1905, d. 3.02. 1998. Þau hjónin áttu fjögur börn.
Náms- og starfsferill
breytaSveinn Víkingur varð stúdent árið 1917. Hann innritaðist í Guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk cand. theol. embættisprófi þaðan árið 1922. Hann var sama ár vígður sem aðstoðarprestur að Skinnastaðaprestakalli, og 1924 settur til Þóroddstaðar sem hann þjónaði til ársins 1926. Það ár var hann skipaður prestur að Dvergasteini við Seyðisfjörð. Árið 1942 var hann skipaður biskupsritari, og því starfi gegndi hann til 1959 er hann lét af störfum fyrir þjóðkirkjuna fyrir aldurs sakir. Sveinn Víkingur starfaði í ýmsum nefndum, aðallega á vegum kirkjunnar. Hann var einnig forseti Sálarrannsóknafélags Íslands um alllangt skeið. Greinar og þættir komu eftir hann í ýmsum blöðum og tímaritum, og hann var þekktur útvarpsmaður og fyrirlesari.[1][2] Þá var hann Skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst 1959-60.
Bækur, rit og greinar eftir Svein Víking
breyta- Kirkjuþing 1955. Kirkjuritið 1955.
- Efnið og andinn, Fróði, 1957.
- Að kvöldi. Kvæði, sögur, ræður og ritgerðir. Karl Finnbogason og Sveinn Víkingur völdu og bjuggu til prentunar. Rvk., Prentfell, 1957.
- Skálholtshátíðin 1956; minning níu alda biskupsdóms á Íslandi, Bókaútgáfan Hamar, 1958.
- Ég lít í anda liðna tíð, bókarkafli, Því gleymi ég aldrei, 1. bindi, Reykjavík 1962.
- Lára miðill : sagt frá dulhæfileikum og miðilsstarfi frú Láru I. Ágústsdóttur, Kvöldvökuútgáfan, 1962.
- Íslenskar ljósmæður, æviþættir og endurminningar. Sveinn Víkingur bjó til prentunar. Kvöldvökuútgáfan Akureyri, 1962-1964.
- Hungurvaka, bókarkafli, Því gleymi ég aldrei, 2. bindi, Reykjavík 1963.
- Myndir daganna. I, II og III, Kvöldvökuútgáfan, Kvöldvökuútgáfan, 1965-1967.
- Íslenzka glíman: gamlar minningar og nýjar, Emil Tómasson; Sveinn Víkingur, 1966.
- Hafís við Ísland. Sveinn Víkingur, Kristján Jónsson og Guttormur Sigurbjarnarson. Kvöldvökuútgáfan 1968.
- Vinur minn og ég. Kvöldvökuútgáfan, Akureyri 1969.
- Vísnagátur I, II og III, Kvöldvökuútgáfan, Akureyri. 1968-
- Getið í eyðu sögunnar, Kvöldvökuútgáfan, 1970.
- Leikir og létt gaman,Kvöldvökuútgáfan, 1971.
- Um heimspekilegar hugleiðingar og lífsviðhorf Þorsteins Jónssonar á Úlfsstöðum. Borgfirðingabók 2014.
Þýðingar eftir Svein Víking
breyta- Merkir draumar. William Oliver Stevens. Reykjavík, Fróði 1952.[3]
- Ástir piparsveinsins, Locke, William J. 1955.
- Dagbók Önnu Frank, Iðunn, 1957.
- Nunnan, Hulme, Kathryn, 1958.
- Laufdala-heimilið eftir Selmu Lagerlöf. Reykjavík, Fróði 1959.
- Heimaeyjarfólkið eftir August Strindberg. Reykjavík, Bláfellsútgáfan 1959.
- Skáld ástarinnar: Endurminningar, ljóð, leikrit, erindi eftir Rabindranath Tagore, Reykjavík, Fróði 1961.
- Brúin á Drinu eftir Ivor Andric. Reykjavík, Fróði 1963.
- Djákninn í Sandey eftir Martin A. Hansen, Setberg, 1966.
- Synir trúboðanna, Buck, Pearl S., 1966.
- Dýrin hans Alberts Schweitzers, Stafafell, 1970.
- Ásýnd jarðar, Bojer, Johan, 1972.