Sveinn Kjarval
Sveinn Kjarval (f. 20. febrúar 1919 - d. 10. febrúar 1981) var íslenskur innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hann er talinn til afkastamestra innanhússarkitekta Íslands.
Sveinn fæddist í Danmörku þann 20. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Jóhannes Kjarval listmálari og Tove Merrild rithöfundur. Í frumbernsku bjó hann á Íslandi en þegar foreldrar hans slitu samvistum flutti hann til Danmerkur og ólst þar upp hjá móður sinni. Árið 1939 flutti hann til Íslands og starfaði sem húsgagnasmiður. Í stríðslok Seinni heimsstyrjaldarinnar flutti hann aftur til Danmerkur í framhaldsnám og lærði innanhússarkitekúr. Sveinn fór aftur til Íslands árið 1949 og voru þá fáir menntaðir í innanhússarkitektúr; sökum þess gerðist hann brautryðjandi á því sviði.