Sveifarás er ás í brunahreyfli, knúinn af aflslagi stimpla, sem sér um að koma afli frá stimplum til kasthjóls (svinghjóls). Hann sér einnig um að snúa kambási, vatnsdælu, rafal og stundum viftu, loftkælingu og forþjöppu.

Sveifarás (rauður) knúinn af stimplum (gráir) og snýr kasthjóli (svart)

Sveifarás er gegnumboraður (holur að innan) og liggur í legum úr hvítmálmi sem þurfa stöðuga smurningu. Smurolía kemst að þeim í gegnum göt á sveifarási.