Sveifarás
Sveifarás er ás í brunahreyfli, knúinn af aflslagi stimpla, sem sér um að koma afli frá stimplum til kasthjóls (svinghjóls). Hann sér einnig um að snúa kambási, vatnsdælu, rafal og stundum viftu, loftkælingu og forþjöppu.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/ac/Cshaft.gif/220px-Cshaft.gif)
Sveifarás er gegnumboraður (holur að innan) og liggur í legum úr hvítmálmi sem þurfa stöðuga smurningu. Smurolía kemst að þeim í gegnum göt á sveifarási.