Svarti kassinn

(Endurbeint frá Svartur kassi)

Svarti kassinn eða flugriti er nokkurs konar upptökutæki í flugstjórnarklefa flugvéla sem skráir sjálfvirkt ýmis atriði varðandi flugið og tekur einnig upp hljóð og rödd. Flugriti byrjar að skrá gögn fyrir flugtak og upptakan varir meðan á flugi stendur og þangar til vél lendir eða hrapar. Flugritar eru tvenns konar, ferðritar sem skrá flughraða og flughæð, hröðun, snúning vélar, hita, reyk og fleira og hljóðritar sem taka upp öll hljóð í flugstjórnarklefa og einnig hljóð í farþegarými. Þegar flugvél hrapar er leitað að svarta kassanum til að reyna að komast að því hvað gerðist.

Ferðriti og hljóðriti með vegvita svo hægt sé að finna þá neðansjávar
Rannsóknarmenn með svarta kassann úr brasilískri þotu sem hrapaði yfir Amazon frumskóginum árið 2006 eftir árekstur við aðra flugvél

Gert var að skyldu að hafa flugrita í flugvélum eftir flugslys í Ástralíu árið 1961 þar sem ekki var ljóst hvað hefði gerst. Farþegaflugvélar verða að hafa tvo flugrita og þeir eru staðsettir í stél flugvélar. Þessir flugritar voru í fyrstu geymdir í svörtum kassa og þess vegna er það orð vanalega notað. Nú á dögum eru flugritarnir í appelsínugulum kassa til að sjást betur.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta
  • „Hvað eru flugritar eða svarti kassinn í flugvélum?“. Vísindavefurinn.