Vegviti
Vegviti er tæki sem vísar á ákveðinn stað eða leið. Vegviti getur verið tæki sem sendir frá sér bylgjur. Slíkir vitar geta sent út merki eins og útvarpsbylgjur, hljóðbylgjur og ljósmerki. Fyrr á öldum tíðkaðist að tendra eld upp á hæðum eða annars staðar hátt uppi og voru það merki stundum til sjófarenda en einnig varnarmerki ef óvinur nálgaðist.