Svartþröstur (fræðiheiti: Turdus merula) er þrastartegund sem er algeng um alla Evrópu og Asíu sunnan norðurheimskautsbaugs. Svartþröstur er afar algengur víða í Evrópu en fremur nýlegur landnemi á Íslandi. Fyrsta staðfesta varp var í Reykjavík 1969.[1] Honum fjölgaði verulega eftir aldamótin 2000. [2] Hér verpir hann aðallega á sunnan og vestanverðu landinu en einnig fyrir norðan. Hann er síst austan og suðaustanlands. Fæða er aðallega smádýr.

Svartþröstur
Fullorðinn karlfugl Söngurⓘ
Fullorðinn karlfugl
Söngur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Þrestir (Turdidae)
Ættkvísl: Eiginlegir þrestir (Turdus)
Tegund:
T. merula

Tvínefni
Turdus merula
Linnaeus, 1758
Útbreiðslukort.
Útbreiðslukort.
Turdus merula merula

Karlfuglinn er alsvartur og eftir fyrsta veturinn með gulan eða appelsínugulan gogg og áberandi gulan hring í kringum augun, en kvenfuglinn er brúnmóleitur með fölgulan gogg. Svartþröstur er litlu stærri en skógarþröstur. Svartþrestir eru á bilinu 23 – 29 cm á lengd og vega um 125 grömm.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Svartþröstur Fuglavefur, sótt 18. okt. 2022
  2. Svartþröstur Fuglavernd, sótt 18. okt. 2022
  3. [https://www.visindavefur.is/svar.php?id=48163 Verpa svartþrestir á Íslandi?] Vísindavefur. Skoðað 18. janúar, 2016.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.