Svansmerkið
Svansmerkið er merki norræns samstarfs og á uppruna að rekja til veggspjalds sem hannað var fyrir dag Norðurlanda árið 1936 og vísar til ljóðsins „Svanerne fra Norden“ eftir danska skáldið Hans Hartvig Seedorff Pedersen.
Árið 1956 voru gefin út frímerki í norrænu ríkjunum með myndum af fimm svönum.
Árið 1985 gerðu Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin svaninn að merki sínu. Á svansmerkinu eru átta vængfjaðrir sem tákna norrænu ríkin fimm og sjálfsstjórnarsvæðin þrjú, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.
Heimildir
breyta- Vefur Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org: „Saga merkisins[óvirkur tengill].“