Sundlaug Stykkishólms

Sundlaug Stykkishólms er sundlaug á Íslandi sem er staðsett í Íþróttamiðstöð Stykkishólmsbæjar, á Borgarbraut 4, 340 Stykkishólmi. Þar er 25 metra löng og 12 metra breið útisundlaug, og 57 metra löng vatnsrennibraut, en hún er önnur lengsta á Íslandi.[1] Einnig eru tveir heitir pottar en vatnið sem í þeim er er veitt úr borholu við Hofstaði, vaðlaug og 12 metra löng innilaug.

Mynd af Sundlaug Stykkishólms þar sem sést í heitu pottana tvo, vaðlaugina og hluta af vatnsrennibrautinni.

Heimildir

breyta
  1. Umfjöllun um sundlaug Stykkishólms[óvirkur tengill] á vef Stykkishólmsbæjar

Tenglar

breyta