Sundin
Sundin (blá) eru hafsvæði sem liggja milli eyja, skerja og hólma í Kollafirði norðan Reykjavíkur.
Frá austri til vesturs afmarkast Sundin við Leirvogstungu, Þerney, Geldinganes, Viðey, Engey, Akurey, Örfyrisey, Hólmana og Selsker utan Seltjarnarnes.
Sundin draga nafn af legu sinni og bera hvert og eitt sitt nafn s.s. Hólmasund, Engeyjarsund, Viðeyjarsund og þar fram eftir götunum.
Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.