Stuttermabolur

Tegund fatnaðar

Stuttermabolur er tegund fatnaða, sem er dregin yfir höfuðið til að hylja búkinn. Bolur er yfirleitt án talna, flibba eða vasa og með kringlóttu hálsmáli og stuttum ermum. Ermarnar á stuttermabol hylja axlirnar en hylja ekki olnboga. Stuttermabolur sem er lengri eða styttri en þetta telst ekki stuttermabolur. Stuttermabolir eru yfirleitt gerðir úr bómulla- eða pólýesterþráðum (eða blöndu tveggja). Stuttermabolir eru prjónaðir saman með peysusaumi sem gefur þeim mjúka áferð. Stuttermabolir geta verið skreyttir með texta eða myndum og eru stundum notaðir til auglýsinga.

Hvítur bolur með bréfaklemmutákni.

Stuttermabolir eru fáanlegir handa körlum, konum og börnum og eru vinsælir hjá öllum aldurshópum. Upprunalega voru stuttermabbolir notaðir sem nærföt, en nú eru stuttermabolir stundum eina flíkin á búknum (fyrir utan brjóstahaldara eða nærskyrtu). Nú á dögum eru stuttermabolir stundum notaðir til sjálfstjáningar og auglýsinga.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.