Stuttbuxur
Stuttbuxur eru buxur sem eru styttri en venjulegar síðbuxur. Í stað síðra skálma sem ná niður að ökklum, eins og hefðbundnar buxur, ná skálmar stuttbuxna aðeins niður á læri eða í mesta lagi kálfa. Hvar mörkin liggja á milli venjulegra buxna og stuttbuxna er oft ógreinilegt; það sem einum finnst síðbuxur getur öðrum þótt stuttbuxur og öfugt.
Stuttbuxnanotkun hefur færst mjög í vöxt á Íslandi á síðustu áratugum en notkun er þó nær algjörlega bundin við sumarmánuði.
Stuttubuxur sem einkennisklæði
breytaStuttbuxur sem búningur tíðkast nú til dags sem einkennisklæði. Þar má nefna íþróttabúninga, skátabúninga og skólabúninga.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Stuttbuxur.