Sturlubræður voru athafnamenn í Reykjavík . Þeir voru bræðurnir Sturla (1861 – 1947) og Friðrik (1860 – 1938) synir Jóns Péturssonar háyfirdómara sem var einn af Víðivallabræðrum. Systurdóttir þeirra var Ása Guðmundsdóttir Wright. Þeir fengu í arf jarðir í Stafholtstungum og áttu auk ættaróðalsins Laxfoss jarðirnar Brautarholt á Kjalarnesi, Þerney og Þingeyrar. Þeir ráku um tíma stórbú í Brautarholti og fluttu mjólk daglega til Reykjavíkur með mótorskipi. Sturlubræður ráku stórkúabú áratugum saman í Briemfjósi þar sem nú er Smáragata og Fjólugata og öfluðu þá heyja í Vatnsmýrinni og í nágrenni Briemfjóssins. Þeir keyptu Fitjakot á Kjalarnesi og notuðu fyrir sumarbeit. Á tímabili höfðu þeir nálægt 100 mjólkandi kýr. Þegar mjólkurlögin gengu í gildi þrengdist hagur slíks búskapar og hættu þeir fljótlega búskap. Sturlubræður reistu sér glæsileg einbýlishús við Laufásveg og voru þau kölluð Sturluhallirnar. Sturlubræður voru meðal helstu samstarfsmanna Einars Benediktssonar í Títanfélaginu.

Heimild

breyta