Stormsvala (fræðiheiti: Hydrobates pelagicus) er fugl af pípunefja eða sæsvöluætt. Stormsvala er minnsti sjófugl í Evrópu. Hún er brúnsvört með þverstýft stél. Vængir eru dökkir að ofan en ljós rák á undirvæng. Goggur og fætur eru svartir og gumpur er snjóhvítur. Stormsvala er farfugl. Hún lifir á dýrasvifi og smáfiskum. Stormsvala flögrar um eins og fiðrildi. Hún verpir oft í stórum byggðum. Stormsvala eyðir ævinni út á rúmsjó og kemur eingöngu að landi til að verpa og koma upp ungum. Hún verpir einu eggi í holu og gjótu í lok júní eða byrjun júlí og situr á eggi í sex vikur.

Stormsvala

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Pípunefir (Procellariiformes)
Ætt: Sæsvöluætt (Hydrobatidae)
Undirætt: Hydrobatinae
Ættkvísl: Hydrobates
F. Boie, 1822
Tegund:
H. pelagicus

Tvínefni
Hydrobates pelagicus
(Linnaeus, 1758)

Undirtegundir

P. p. pelagicus (Linnaeus, 1758)
P. p. melitensis (Schembri, 1843)

Samheiti

Procellaria pelagica Linnaeus, 1758

Egg stormsvölu.

Stærsta varp stormsvölu á Íslandi er í Elliðaey en hún verpir einnig í tveimur öðrum eyjum Vestmannaeyja og í Ingólfshöfða og Skrúði.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.