Stokksnes er nes skammt frá Höfn í Hornafirði. Þar er ratsjárstöð sem reist var af NATO en hún er nú rekin af Landhelgisgæslunni.

Stokksnes undir Vestra-Horni, Eystra-Horn í baksýn.

Á árum kalda stríðsins rak bandaríski herinn stóra ratsjárstöð á Stokksnesi og voru þar þá að jafnaði á annað hundrað hermenn. Stöðin hóf starfsemi árið 1955 og þar voru allmikil mannvirki sem nú hafa flest verið rifin. Árið 1981 efndu Samtök herstöðvaandstæðinga til Stokksnesgöngu gegn stöðinni. Eru það að líkindum fjölmennustu pólitísku mótmælaaðgerðir í sögu héraðsins.

Á Stokksnesi vaxa seltulauf.[1] Seltulauf eru sjaldgæf fléttutegund á Íslandi. Þetta er einn af örfáum fundarstöðum tegundarinnar sem er á válista sem tegund í útrýmingarhættu.

Sjá einnig

breyta

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Hörður Kristinsson (1995). Additions to the lichen flora of Iceland III. Acta Botanica Islandica 12, 63-68.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.