Stjórnsýslukæra er „réttarúrræði [sem] aðili máls eða annar sá sem á kærurétt [hefur til að skjóta] stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds sem þá sé skylt að endurskoða ákvörðunina“[1]. Rétturinn gæti verið bundinn tilteknum skilyrðum, svo sem kæruheimild eða kærufresti. Í íslenskum rétti er litið svo á að æðra stjórnvaldinu sé heimilt að endurskoða allt málið sem heild, sbr. sannleiksregluna, og það sé því ekki takmarkað við nákvæmlega það sem fór fram við málsmeðferð lægra setta stjórnvaldsins. Æðra setta stjórnvaldið gæti því við beitingu þessa valds ákveðið að staðfesta hina kærðu stjórnvaldsákvörðun, breytt henni, ógilt hana í heild eða hluta, vísað málinu frá, vísað málinu aftur til lægra setta stjórnvaldsins, eða fellt það niður, svo dæmi séu tekin.

Tilvísanir

breyta
  1. https://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html (greinargerð um VII. kafla). Sótt og skoðað þann 7. júlí 2020.
   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.