Stekkeyri
Stekkeyri í Hesteyrarfirði er fyrrum hvalveiðistöð og síldarbræðsla. Hesteyrarfjörður bendir nær beint til norðurs og er Stekkeyri á vestari síðunni, 2–3 km frá þorpinu Hesteyri. Norskir bræður Bull að nafni reistu þar hvalveiðistöð og kölluðu fyrst staðinn Gimli en síðar var staðurinn kallður Hekla og eyrin Hekleyri. Norðmenn hættu starfsemi árið 1915 þega hvalveiðibann tók gildi við Íslandsstrendur og breyttu árið 1922 hvalveiðistöðinni í síldarbræðslu. Fyrirtækið Kveldúlfur hf í Reykjavík keypti stöðina árið 1926 en síldarbræðslan á Stekkeyri hætti árið 1940.
Haukur og Kjartan Thors höfðu yfirumsjón með rekstri verksmiðjunnar en hún var um tíma næststærsta síldarbræðslustöð á Íslandi. Á sumrin störfuðu margir tugir verkamanna við síldarbræðsluna.
Síldarmálin á Hesteyri
breytaÁrið 1932 kærði Sjómannafélag Reykjavíkur bræðslustöðina á Hesteyri fyrir að nota röng síldarmál. Fundust mæliker síldarbræðslunnar eftir mikla leit í verksmiðjuhúsunum og reyndust vera 153 til 165 lítrar en stað 150 lítra eins og löglegt var. [1]. Grunur vaknaði um svkin síldarmál þegar togarar sem lögðu afla upp á Sólbakka mældust hafa töluvert meiri afla þar en mælt var í síldarstöðinni á Hesteyri. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Tíminn, 3. tölublað (23.01.1932), Blaðsíða 11
- ↑ Nýtt "KRossanesshneyksli", Vikuútgáfa Alþýðublaðsins, 6.-7. Tölublað (04.02.1932), Blaðsíða 5