Hvarfbaugur syðri
Hvarfbaugur syðri, sem einnig er nefndur Steingeitarbaugur, er syðsta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir.
Þetta gerist á vetrarsólstöðum, þegar suðurhvel jarðar hallar að sólu að hámarki og sólargangurinn er lengstur. Það nær einnig 90 gráðum undir sjóndeildarhringinn á miðnætti sólar á sumarsólstöðum, þegar sólargangurinn er stystur.
Þegar sólin er hæst á lofti á jafndægri á hausti og vori stendur sólin í hvirfilpunkti á miðbaug. Þá er hún á miðjum himni og skín beint ofan á hvirfilinn þannig að hvergi er skugga að sjá. Vegna halla jarðmöndulsins um 23,5° er sól í hvirfilpunkti á mismunandi um breiddargráðum eftir því hvenær ársins er.
Jafngildi hvarfbaugs syðri á norðuhveli er hvarfbaugur nyrðri (Krabbabaugur).
Hvarfbaugur syðri er einn af fimm helstu breiddargráðum sem eru merktir á kortum af jörðinni. Breidd hennar er eins og er 23°26′10,9″ (eða 23,43636°) sunnan miðbaugs, en hún færist mjög smám saman norður á bóginn.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Tropic of Capricorn“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. júlí 2022.
- Sævar Helgi Bragason (2010). Árstíðir. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/solkerfid-large/jordin/arstidir Geymt 27 júlí 2022 í Wayback Machine (sótt: 26. júlí 2022).