Hvarfbaugur syðri

syðsta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir
(Endurbeint frá Steingeitarbaugur)

Hvarfbaugur syðri, sem einnig er nefndur Steingeitarbaugur, er syðsta breiddargráða jarðar þar sem sólin getur verið beint yfir.

Heimskort er sýnir hvar hvarfbaugur syðri liggur.
Heimskort er sýnir hvar hvarfbaugur syðri liggur.
Vegaskilti sem sýnir mörk hvarfbaugs syrðri í Vestur-Ástralíu.
Vegaskilti sem sýnir mörk hvarfbaugs syðri í Vestur-Ástralíu.
Mynd (með enskum texta) er skýrir tengsl halli jarðmönduls við hvarfbaugana og heimskautabaugana.
>Mynd (með enskum texta) er skýrir tengsl halli jarðmönduls við hvarfbaugana og heimskautabaugana.

Þetta gerist á vetrarsólstöðum, þegar suðurhvel jarðar hallar að sólu að hámarki og sólargangurinn er lengstur. Það nær einnig 90 gráðum undir sjóndeildarhringinn á miðnætti sólar á sumarsólstöðum, þegar sólargangurinn er stystur.

Þegar sólin er hæst á lofti á jafndægri á hausti og vori stendur sólin í hvirfilpunkti á miðbaug. Þá er hún á miðjum himni og skín beint ofan á hvirfilinn þannig að hvergi er skugga að sjá. Vegna halla jarðmöndulsins um 23,5° er sól í hvirfilpunkti á mismunandi um breiddargráðum eftir því hvenær ársins er.

Jafngildi hvarfbaugs syðri á norðuhveli er hvarfbaugur nyrðri (Krabbabaugur).

Hvarfbaugur syðri er einn af fimm helstu breiddargráðum sem eru merktir á kortum af jörðinni. Breidd hennar er eins og er 23°26′10,9″ (eða 23,43636°) sunnan miðbaugs, en hún færist mjög smám saman norður á bóginn.

Heimildir

breyta