Steingeit
aðgreiningarsíða á Wikipediu
Steingeit (ibex, fleirtala ibices) er safn nokkurra villtra tegunda af geitarætt. Þær má finna í Evrópu, Asíu, Norður-Afríku og Austur-Afríku. Karldýrin eru með mun stærri sveigð horn en kvendýrin. Lífslengd getur verið allt að 20 árum.
- Alpasteingeit (Capra ibex): Finnst í fjalllendi Suður og Austur Evrópu.
- Núbísk steingeit (Capra nubiana): Miðausturlönd, Súdan og Egyptaland.
- Bezoar steingeit (Capra aegagrus aegagrus): Finnst í Suðvestur-Asíu og við Austur-Miðjarðarhaf.
- Eþíópísk steingeit (Capra walie): Hálendi Eþíópíu.
- Íberísk steingeit (Capra pyrenaica): Á Íberíuskaga.
- Síberísk steingeit (eða asísk steingeit) (Capra sibirica): Fjalllendi Mið-Asíu.
- Vestur-kákasísk steingeit (Capra caucasica): V-Kákasus.
- Austur-kákasísk steingeit (Capra cylindricornis): A-Kákasus.