Steiermark

Steiermark er eitt af sambandslöndum Austurríkis og er að mestu leyti í Ölpunum. Höfuðstaður þess er Graz og íbúar eru um 1.243.052 (1. janúar 2019) talsins. Aðrir helstu bæir eru Leoben, Kapfenberg, Bruck an der Mur, Knittelfeld og Köflach.

Kort sem sýnir Steiermark í Austurríki
Sveitarfélögin

Steiermark er gjarna skipt í:

  • Efri-Steiermark (þýska: Obersteiermark), það er að segja norður- og norðvesturhlutann, en þar eru sveitarfélögin Liezen, Murau, Murtal, Leoben og Bruck-Mürzzuschlag;
  • Vestur-Steiermark (þýska: Weststeiermark), sem er vestan við Graz, en til þess teljast Voitsberg, Deutschlandsberg og vesturhluti sveitarfélagsins Leibnitz;
  • Austur-Steiermark (þýska: Oststeiermark), sem er svæðið austan Graz. Sveitarfélögin þar eru Weiz, Hartberg-Fürstenfeld og Südoststeiermark.
  • Syðsti hluti Steiermark, sem nú tilheyrir Slóveníu, kallaðist Neðri-Steiermark (þýska: Untersteiermark) og það nafn er raunar enn stundum notað en Slóvenar kalla héraðið Štajerska.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.