Stari (fugl)
(Endurbeint frá Stari)
Stari (eða starri) (fræðiheiti: Sturnus vulgaris) er spörfugl af staraætt sem er upprunninn í Evrópu og Asíu en hefur nú breiðst um mest allan heim nema Afríku. Starinn hóf varp á Íslandi á Höfn í Hornafirði upp úr 1940 en í kringum 1960 í Reykjavík.
Stari | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sturnus vulgaris (Linnaeus, 1758) |
Starinn er smávaxinn, svartleitur og kvikur fugl.
Starir lifir oft í þéttbýli og við sveitabæi. Hann er staðfugl og lifir á fjölbreyttri fæðu.[1]
Starar eru félagslyndir og greindir fuglar. Starar eru þekktir fyrir hópmyndun einkum þar sem þeir safnast saman á náttstað. Þeir eru talin ágeng tegund í mörgum löndum. Starahópar eru einkum áberandi á haustin. Þekktur náttstaður stara í Reykjavík er í Skógræktinni í Fossvogi. Síðsumars má í sveitum á Íslandi sjá stara sitja á baki hesta. [2]
Tengt efni
breytaTenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sturnus vulgaris.
Tilvísanir
breyta- ↑ Stari (fuglavefur.is)
- ↑ Hrefna Sigurjónsdóttir, Starar og hestar, Náttúrufræðingurinn (4-5) bls. 259-267,2020
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Stari (fugl).
Wikilífverur eru með efni sem tengist Sturnus vulgaris.