Starborne Sovereign Space er tölvuleikur framleiddur af íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds og er um að ræða þrívíðan herkænskuleik í geimnum sem spilaður er í rauntíma af þúsundum spilara og tekur hver leikur nokkra mánuði. [1] Leikmenn byrja með eina geimstöð á risastóru korti með meira en milljón reitum. Þeir keppast svo um að auka framleiðslugetu sína, til að geta byggt sem stærstan flota, sem er svo notaður til að leggja undir sig nálæga reiti. Leikmenn geta myndað bandalög sem berjast til sigurs. [2] Starborne er smíðaður í PROSPER-leikjavélinni sem grundvallast á Unity-leikjavélinni. [3] Það er ókeypis að spila leikinn en spilarar geta keypt sér ýmsa hluti innan leiksins sér til hægðarauka. [4] Leikurinn hefur verið í þróun síðan 2013.

Eiginleikar og sérstaða Starborne breyta

Hver spilun er ólík þeirri fyrri vegna mikilla sérhæfinga sem spilarar geta valið úr um.  Í leiknum velja spilarar sér fylkingu (e. factions) til að spila sem, sem gefa spilurunum aðgang að ýmsum kostum og sérstökum hæfileikum og þurfa þeir að raða reglum (e. policies) á fylkingu sína til að full-stilla hana.  Spilarar ákveða svo hvaða innviði þeir hafa í geimstöðvum sínum til að hver geimstöð þjóni ætluðu hlutverki sínu og einnig inniheldur leikurinn stór spilakerfi sem enn frekar leyfir spilurum að fínstilla stöðvar og flota sína.

Heimildir breyta

  1. https://icelandictimes.com/is/solid-clouds/?lang=is. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  2. „440 milljónir í þróun á nýjum leik“.
  3. https://starborne.com/solidclouds/. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  4. „Fylltu 2500 sæti á 36 tímum“.
   Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.