Solid Clouds
Íslenskt leikjafyrirtæki
Solid Clouds er íslenskur tölvuleikjaframleiðandi með aðsetur í Reykjavík, Íslandi.[1][2] Það var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni og Stefáni Þór Björnssyni.[3]
Solid Clouds | |
Rekstrarform | Íslenskur tölvuleikjaframleiðandi |
---|---|
Stofnað | 2013 |
Staðsetning | Reykjavík Ísland |
Starfsfólk | 15 (2018) |
Vefsíða | https://www.solidclouds.com/ |
Árið 2013 hóf Solid Clouds þróun á netleiknum Starborne. Við þróun á leiknum var notast við Unity þróunarumhverfið. Leikurinn er sambland af 4X og fjölspilunarleik.[4] Árið 2016 var Solid Clouds valið Nordic Showcase á árlegri Slush ráðstefnu.[heimild vantar] Þróun Starborne hefur fengið góða umfjöllun hjá erlendum fjölmiðlum sem fjalla um tölvuleiki.[5]
Árið 2022 gaf fyrirtækið út leikinn Starborne: Frontiers.[3]
Heimildir
breyta- ↑ „Solid Clouds“.
- ↑ „Ný stjórn hjá Solid Clouds“. www.mbl.is. Sótt 29. ágúst 2024.
- ↑ 3,0 3,1 Samúel Karl Ólason (25. nóvember 2022). „Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins“. Vísir.is. Sótt 29. ágúst 2024.
- ↑ Jeff Grubb (13. maí 2015). „The 'new CCP' in Iceland is making a browser strategy game with 1.5M hexagons“. VentureBeat (bandarísk enska). Sótt 29. ágúst 2024.
- ↑ „'Starborne: Sovereign Space' Launches New Alpha Test, Accepting Sign-ups“. worthplaying.com.