Solid Clouds

Íslenskt leikjafyrirtæki

Solid Clouds er íslenskur tölvuleikjaframleiðandi með aðsetur í Reykjavík, Íslandi.[1][2] Það var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni og Stefáni Þór Björnssyni.[3]

Solid Clouds
Rekstrarform Íslenskur tölvuleikjaframleiðandi
Stofnað 2013
Staðsetning Reykjavík Ísland
Starfsfólk 15 (2018)
Vefsíða https://www.solidclouds.com/

Árið 2013 hóf Solid Clouds þróun á netleiknum Starborne. Við þróun á leiknum var notast við Unity þróunarumhverfið. Leikurinn er sambland af 4X og fjölspilunarleik.[4] Árið 2016 var Solid Clouds valið Nordic Showcase á árlegri Slush ráðstefnu.[heimild vantar] Þróun Starborne hefur fengið góða umfjöllun hjá erlendum fjölmiðlum sem fjalla um tölvuleiki.[5]

Árið 2022 gaf fyrirtækið út leikinn Starborne: Frontiers.[3]

Heimildir

breyta
  1. „Solid Clouds“.
  2. „Ný stjórn hjá Solid Clouds“. www.mbl.is. Sótt 29. ágúst 2024.
  3. 3,0 3,1 Samúel Karl Ólason (25. nóvember 2022). „Solid Clouds opinbera annan leik fyrirtækisins“. Vísir.is. Sótt 29. ágúst 2024.
  4. Jeff Grubb (13. maí 2015). „The 'new CCP' in Iceland is making a browser strategy game with 1.5M hexagons“. VentureBeat (bandarísk enska). Sótt 29. ágúst 2024.
  5. 'Starborne: Sovereign Space' Launches New Alpha Test, Accepting Sign-ups“. worthplaying.com.