Stökk er þrítakta gangtegund með svifi. Gott er að slá þremur puttum í borð til að heyra taktinn. Hesturinn getur ýmist stokkið upp á hægri eða vinstri fót og er mikilvægt að þjálfa það jafnt, sérstaklega hjá alhliða hestum því það er lykillinn að skeiðinu. Stuttir hraðir sprettir geta haft örvandi áhrif á lata hesta og allir hestar verða að kunna að hreyfa sig kröftuglega.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.