Stöðuheiti í breska hernum

Titlar eru mismunandi eftir löndum, og bera oft merki um langa og viðburðaríka hernaðarsögu ríkja og eru Bretar þar engin undantekning.

Yfirmönnum í landher má skipta í tvo flokka, annars vegar yfirmenn með skipunarbréf (Commissoned Officer) eða offisjéra, og svo hins vegar yfirmenn án skipunarbréfa (Non-Commissioned Officer (NCO)) eða liðþjálfa.

Landher breyta

Grunneining fótgönguliðsins er hersveitin (regiment). Hún hefur hins vegar fyrst og fremst stjórnsýslulegar skyldur. Yfir hersveitinni er skipaður ofursti, en viðkomandi er aðeins táknrænt höfuð sveitarinnar, því allt vald og daglegur rekstur er falið undirofurstanum. Hernaðar eining hersveitar er herfylki. Fleiri en eitt herfylki geta verið í hersveit, en í dag er það sjaldgæft sökum niðurskurðar.

Herfylki skiptinst í fjögur undirfylki (Company) og höfuðstöðva sem sjá um birgðir, flutning og aðra þjónustu sem snýr að daglegum rekstri. Hverju undirfylki er stjórnað af majór með höfuðsmann (Captain) sem næstráðanda. Æðsti liðþjálfinn hefur titilinn Undirfylkis yfir-liðþjálfi (Company Sergeant Major) og er hæst setti undirmaðurinn í undirfylkinu. Í dæmigerðu herfylki má finna þrjú rifla undirfylki og eitt þungvopna undirfylki. Í síðast nefnda undirfylkinu má finna vélbyssu-flokksdeild (Platoon), sprengjuvörpu-flokksdeild, njósna-flokksdeild og mannvirkja-flokksdeild.

Rifla undirfylkin skiptast í höfuðstöðvar og þrjár flokksdeildir. Hver flokksdeild saman stendur af um 30-35 mönnum undir forystu liðsforingja (Lieutenant). Næstur að tign innan flokksdeildarinnar kemur flokksdeildar liðþjálfinn (Platoon-Sergeant).

Flokksdeildin skiptist í höfuðstöðvar og þrjá riðla (Section). Í hverjum riðli eru átta menn og yfir hverjum riðli er Riðilsstjóri/Korpráll (Corporal). Hverjum riðli má svo skipta niður í tvö fire team, og er þá undirriðilsstjórinn (Lance Coporal) settur yfir öðru.

Yfir ýmsum smærri deildum, yfirleitt flokksdeildum, eru stundum liðþjálfar settir yfir. Í fótgönguliði er þeir kallaðir Colour Sergeant (sem þýða mætti sem fána-liðþjálfa) en í öðrum deildum landhersins, svo sem merkjaliði eða riddaraliði, starfsliðþjálfi (Staff Sergeant). Æðsti undirmaðurinn í hverri hersveit ber titilinn hersveitar yfir-liðþjálfi (Regimental Sergeant-Major) og er hann gjarnan yfirmanni sveitarinnar innan handar enda líklegt að viðkomandi búi yfir allt að 20 ára reynslu af hermennsku.

Í fótgönguliði breska hersins er megin reglan eftirfarandi:

  • Lance Corporal – Undirriðilsstjóri/Undir korpráll
  • Corporal – Riðilsstjór/Korpráll
  • Sergeant – Liðþjálfi
  • Staff Sergeant/Colour Sergeant – Starfsliðþjálfi
  • Company Sergeant Major – Yfirliðþjálfi/Undirfylkisliðþjálfi
  • Regimental Sergeant Major (RSM) – Hersveitarliðþjálfi

Til eru svo margar útgáfur af þessari skipun meðal annarra greina breska hersins. Sem dæmi má nefna:

  • Lægsta staða í Lífvarðasveit Drottningar er riðilstjóri, sem jafngildir undirriðilstjóra í öðrum fótgönguliðsveitum. Næsta staða fyrir ofan er Lance-Sergeant, sem þýða mætti sem undirliðþjálfa.
  • Í stórskotaliðinu er riðilstjóri nefnt Bombadier.

Í Riddarliði lífvarðasveita Drottningar er allt önnur skipan:

  • Lance Corporal – Undirriðilsstjóri/Undir korpráll
  • Lance Corporal of Horse (sem er sambærilegt við Riðilsstjóra)
  • Corporal of Horse (sem er sambærilegt við liðþjálfa)
  • Staff Corporal/Squadron Quartermaster Corporal (sem er sambærilegt við starfsliðþjálfa)
  • Regimental Quartermaster Corporal (sambærilegt við hersveitarliðþjálfa)

Megin ástæða þess að orðinu sergeant sé skipt út fyrir coporal er sú að upprunaleg merking orðsins sergeant er þjónn, og það þótti ekki hæfa jafn virðulegri hersveit.

Yfirmenn með skipunarbréf (Commissioned Officer)

  • 2nd Lieutenant – Undirliðsforingi
  • Lieutenant - Liðsforingi
  • Captain – Höfuðsmaður
  • Major – Majór
  • Lieutenant Colonel – Undirofursti
  • Colonel – Ofursti
  • Brigadier* – Stórfylkisforingi
  • Major General – Undirhershöfðingi
  • Lieutenant General – Aðstoðarhershöfðingi**
  • Field Marshal – Hermarkskálkur***

*Brigadier var upphaflega Brigadier General. Staðan var lögð niður í lok fyrri heimstyrjaldar en var endurvakinn 1924 og var þá stytt í Brigadier. ** Mín þýðing *** Bretar hafa lagt stöðuna niður, timabundið a.m.k..

Konunglegi (breski) sjóherinn (Royal Navy) breyta

Óbreyttir (óskipaðir) foringjar

  • Ordinary Seaman – þýðing vantar
  • Able Seaman – Háseti
  • Leading Seaman - Yfirsjóliði
  • Petty Officer – Bátsmaður
  • Chief Petty Officer – Yfirbátsmaður
  • Warrant Officer – þýðing vantar

Sjóliðar hafa ákveðna stöðu, en þeir geta haft misjöfn starfsheiti. Þessi starfsheiti eru margbreytileg eftir því sem tæknin breytist.

Skipaðir foringjar

  • Midshipman - Miðskipsmaður/Sjóforingjaefni
  • Sub-Lieutenant – Undirlautinant, undirliðsforingi
  • Lieutenant – Lautinant, liðsforingi
  • Lieutenant Commander – Yfirlautinant, yfirliðsforingi
  • Commander – Yfirforingi
  • Captain – Kafteinn, skipherra
  • Commodore – Yfirkafteinn, yfirskipherra, kommodór
  • Rear Admiral – Undiraðmíráll, undirflotaforingi
  • Vice Admiral – Varaaðmíráll, varaflotaforingi
  • Admiral – Aðmíráll, flotaforingi
  • Admiral of the Fleet - Æðsti flotaforingi, yfirflotaforingi

Konunglegi flugherinn (Royal Air Force) breyta

Flugherinn fylgir fordæmi hinna greina heraflans (Service) og byggir hertitla sína á foringjum með skipunarbréf (Commissioned) og foringja án slíkra pappíra (NCO). Konunglegi flugherinn hefur sérstöðu, sem ég tel einsdæmi, sem er að hafa sína eigin titla. Þegar flugherinn var stofnaður (1918) gerði „faðir” hans, Trenchard lávarður, ráð fyrir að nota sama kerfi og þekktist i hinum greinum heraflans. En „eldri bræðurnir” (flotinn og landherinn), sem voru óánægðir með stofnun flughersins, meinuðu honum að nota sama kerfi. Þar með varð Trenchard að hanna sitt eigð kerfi, sem hefur riðlast nokkuð síðan og getur því verið nokkuð villandi.

Lægsta foringjastaða (með skipunarbréfi) er undirflugliðsforingi (Pilot Officer). Áður fyrr var það nokkuð algengt að flugmenn kæmu bæði úr röðum foringja og undirmanna. En nú, eru flugmenn, aðstoðarflugmenn/siglingafræðingar(Navigator) , undantekningalaust yfirmenn, aðallega sökum þess hvé flugnámið er dýrt og flókið. Næsta staða er flugliðsforingi (Flying Officer). Upp að þessu var kerfið frekar þægilegt en sökum skipulagsbreytinga rétt fyrir, í, og eftir seinni heimstyrjöld komst töluvert rót á stöður og ábyrgðina sem með fylgdi. Grunneining RAF er undirflugdeild (Flight). Í henni voru jafnan sex flugvélar og laut upprunalega stjórn fluglautinants (Flight Lieutenant). Næsta eining fyrir ofan er svo flugdeild (Squadron) sem var upprunalega stýrt af flokksforingja (Squadron Leader). Flugdeild samanstóð jafnan af 12 flugvélum og þrjár flugdeildir deildu flugvelli og mynduðu Flugsveit (Wing). Henni var stjórnað af flugsveitarforingja (Wing Commander). Flugdeild skipaðar stærri flugvélum (t.d. sprengjuvélum) lutu oft stjórnar flugsveitarforingja, en eftir seinni heimsstyrjöldina var það almennt að flugsveitarforingjar stýrðu nánast undantekingarlaust öllum flugdeildum. Flokksforingjar urðu að sama skapi ábyrgir fyrir undirflugdeildum (Flight). Með niðurskurði síðustu ára hefur einingin flugsveit (Wing) orðið nánast úrelt, þar sem fleiri flugdeildir deila flugvöllum en áður. Flugvellir eru undir stjórn flugfylkisforingja (Group Gaptain), og einingin flugfylki (Group) lýtur stjórnar af undirflugmarskálkis(Air Vice Marshal). Einnig er til staða stórsveitarforingja (Air Commodore), sem er aðallega að finna í stjórnsýslustörfum. Bretar tóku upp eininguna Command (stjórnstöð?) árið 1936 (sbr Fighter Command og Bomber Command). Niðurskurður hefur fækkað þeim eins og öðru en þær stjórnast af flugmarkskálki (Air Marshal). Hæsta staða innan RAF er Yfirflugmarkskálkur (Marshal of the RAF). Þessi staða er aðeins veitt þegar fulltrúi RAF situr í varnarráðinu (Defence Staff).

Undirmenn

  • Aircraftman
  • Aircraftman 1st class
  • Leading Aircraftman
  • Senior Aircraftman
  • Junior Technician [flugvirkjar aðeins]
  • Corporal - Korpráll/Riðilstjóri
  • Sergeant - Liðþjálfi
  • Chief Technician [flugvirkjar aðeins]
  • Flight Sergeant - Flugliðþjálfi
  • Warrant Officer