Stórbaugslengd
Stórbaugslengd er stysta vegalengd milli tveggja punkta á yfirborði kúlu. Stysta leið milli tveggja punkta í evklíðsku rúmi er bein lína, en á kúlu eru engar beinar línur, aðeins gagnlínur. Þessar línur eru hlutar af stórbaug með sömu miðju og kúlan sjálf. Hvaða tveir punktar sem er á yfirborði kúlunnar sem eru ekki nákvæmlega á móti hver öðrum hafa aðeins einn stórbaug sem þeir liggja báðir á. Þeir skipta þessum stórbaug í tvo geira. Styttri geirinn er þá stórbaugsleiðin milli punktanna og ferillengd hans er stórbaugslengdin milli punktanna.
Þar sem jörðin er nær kúlulaga samsvarar stórbaugsleið milli tveggja staða stystu leið milli þeirra með um 0,5% skekkju.